Hátíðarís

Með sterku Djúpukurli, muldum piparkökum og lakkríssósu

Innihald

Ís

3 stk eggjahvítur
3 stk eggjarauður
500 ml rjómi
200 g púðursykur
100 g muldar piparkökur
1 poki Freyju Sterkt Djúpukurl

Lakkríssósa

1 poki Freyju Lakkrís Bombur
400 ml rjómi
100 g Freyju Súkkulaði með
Lakkrís Bombum

Aðferð

  1. Byrjið á að þeyta rjómann.
  2. Í annarri skál eru eggjahvíturnar léttþeyttar. Bætið þá púðursykrinum saman við eggjahvíturnar og þeytið áfram þar til blandan er orðin stíf, eins gert er fyrir marengs.
  3. Þeytið næst eggjarauðurnar í þriðju skálinni þar til þær eru orðnar léttar og ljósar og hafa tvöfaldast að stærð.
  4. Blandið nú eggjarauðunum varlega samanvið rjómann með sleif.
  5. Bætið eggjahvítunum saman við rjómablönduna og hrærið varlega saman með sleif.
  6. Bætið næst Sterku Djúpukurli og muldum piparkökum saman við og hrærið varlega saman með sleif.
  7. Búið næst til lakkríssósuna. Byrjið á að hita rjómann í potti við vægan hita, bætið Lakkrís Bombum saman við og hrærið saman þar til Bomburnar hafa blandast alveg saman við rjómann. Bætið þá Lakkrís Bombu Súkkulaðinu saman við og hrærið saman þar til þið eruð komin með silkimjúka lakkríssósu.
  8. Setjið ísblönduna í fallega skál og dreifið 1/3 af lakkrís sósunni yfir ís-blönduna, dreifið úr sósunni með sleif svo það myndist skemmtilegt mynstur í ísinn. Frystið í a.m.k. 5 klst. eða yfir nótt.
  9. Takið ísinn úr frysti og berið fram með lakkrísósunni.