200 g Freyju Suðusúkkulaði
1 l. mjólk
30 g sykur
1/2 tsk salt
Þeyttur rjómi
Freyju Súkkulaðispænir
Klassískt heitt súkkulaði
Úr bragðmikla Suðusúkkulaðinu frá Freyju

Innihald
Aðferð
- Velgið mjólkina í meðalstórum potti við vægan hita.
- Bætið næst Suðusúkkulaðinu saman við og bræðið saman við mjólkina. Passið að hræra vel á meðan súkkulaðið er að bráðna saman við.
- Bætið því næst sykrinum og saltinu saman við og hrærið þar til að allt hefur blandast vel saman.
- Leyfið suðunni að koma upp og berið fram með þeyttum rjóma og Súkkulaðispæni.