170 g smjör
150 g sykur
150 g púðursykur
1 stk egg
1 stk eggjarauða
½ tsk salt
½ tsk lyftiduft
200 g hveiti
1 askja hindber
1 poki Ljósir Freyju Dropar (rjómasúkkulaði)
Hindberjablondies
Skemmtileg útgáfa af hinum klassísku brownies
Innihald
Aðferð
- Hitið ofninn í 170°C blástur.
- Bræðið smjörið við vægan hita.
- Þegar smjörið er alveg bráðið bætið þá sykrinum og púðursykrinum saman við og hrærið vel, eða þar til sykurinn hefur blandast saman við smjörið.
- Bætið næst egginu og eggjarauðunni við blönduna og hrærið þar til eggin hafa blandast vel saman við.
- Bætið hveiti, lyftidufti og salti saman við og hrærið saman með sleif.
- Bætið nú súkkulaði Dropunum saman við og hrærið saman við deigið.
- Setjið deigið í pappírsklætt eldfast mót og raðið hindberjunum yfir og þrýstið þeim létt ofan í deigið.
- Bakið í 25-30 mínútur eða þar til kantarnir hafa bakast en miðjan er enn aðeins blaut.