Hindberjablondies

Skemmtileg útgáfa af hinum klassísku brownies

Innihald

170 g smjör
150 g sykur
150 g púðursykur
1 stk egg
1 stk eggjarauða
½ tsk salt
½ tsk lyftiduft
200 g hveiti
1 askja hindber
1 poki Ljósir Freyju Dropar (rjómasúkkulaði)

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 170°C blástur.
  2. Bræðið smjörið við vægan hita.
  3. Þegar smjörið er alveg bráðið bætið þá sykrinum og púðursykrinum saman við og hrærið vel, eða þar til sykurinn hefur blandast saman við smjörið.
  4. Bætið næst egginu og eggjarauðunni við blönduna og hrærið þar til eggin hafa blandast vel saman við.
  5. Bætið hveiti, lyftidufti og salti saman við og hrærið saman með sleif.
  6. Bætið nú súkkulaði Dropunum saman við og hrærið saman við deigið.
  7. Setjið deigið í pappírsklætt eldfast mót og raðið hindberjunum yfir og þrýstið þeim létt ofan í deigið.
  8. Bakið í 25-30 mínútur eða þar til kantarnir hafa bakast en miðjan er enn aðeins blaut.