40 g mjólk
70 g vatn
50 g smjör
1 tsk sykur
80 g sterkt hveiti/brauðhveiti
2-3 egg
1/4 tsk salt
Lakkrísbollan

Innihald
Vatnsdeigsbollur
Lakkrís fylling
100 gr Freyju súkkulaði með sterkum djúpur
1 poki Freyju lakkrís bombur
150 gr Freyju pipardjúpur kurl
500 ml rjómi
1 krukka hindberja sulta
Hockey pulver
Aðferð
Vatnsdeigsbollur
- Byrjið á að hita mjólkina, vatnið, smjörið og sykurinn upp að suðu.
- Bætið hveitinu saman við og hrærið stanslaust þar til filma myndast á botninum á pottinum og deigkúla fer að myndast úr deiginu. Mikilvægt er að nota brauðhveiti svo bollurnar falli ekki og haldi formi. Deigið á að losna vel frá hliðum pottsins þegar það er tilbúið.
- Færið deigið í hrærivélaskál og hrærið þar til deigið er orðið volgt og þið getið snert það án þess að finna hita.
- Hrærið saman eggin og saltið til að brjóta upp eggin og blanda þeim vel saman við saltið.
- Bætið eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel inn á milli. Hrærið þar til deigið er ekki lengur stíft en heldur þó enn þá formi. Þegar það lekur af sleifinni í einskonar V formi þá er það tilbúið.
- Sprautið deiginu á pappírsklædda plötu með góðu millibili.
- Stillið ofninn á 220*C. Þegar ofninn er tilbúin eru bollurnar settar inn í ofninn og hitinn lækkaður í 190*C í 15 mínútur. Eftir 15 mínútur er hitinn lækkaður í 170*C og bakaðar áfram í 15-20 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar og búnar að mynda góða skorpu að utan.
Lakkrís fylling
- Byrjið á að bræða saman Lakkrís Bombur og 30-50ml af rjóma í potti við vægan hita, passið að hræra stanslaust.
- Bræðið saman Freyju súkkulaði með sterkum djúpum ásamt 20-30ml af rjóma þar til blandan hefur blandast vel saman .
- Stífþeytið næst rjómann.
- Skerið bollurnar í sundur þegar að þær hafa kólnað og setjið brætt Freyju súkkulaði með sterkum djúpum á lokið.
- Setjið næst bræddar Lakkrís bombur í botninn á bollunum og sprautið rjómanum á bolluna.
- Sigið hockey pulver á rjómann og dreifið hindberja sultu og pipardjúpur kurli á rjómann.
- Lokið bollunni og njótið.