Jafnréttisáætlun Freyju

Jafnréttisáætlun Freyju byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Jafnlaunastefna Freyju kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni.

Freyja framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum:

 

  • Innleiðir og viðheldur jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins íST 85.
  • Öðlast jafnlaunavottun í samræmi við 7. gr. laga nr. 150/2020.
  • Framkvæmir árlega launagreiningu og kynnir niðurstöðurnar fyrir starfsfólki.
  • Bregst við með úrbótum og eftirliti ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar.
  • Árlegri rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram.

 

 

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]