Bananabrauðs Súkkulaðibitakökur

Mjúkar inn að miðju og stökkar að utan

Innihald

400 g púðursykur
240 g brætt smjör
2 stk eggjarauður
2 stk þroskaðir bananar
370 g hveiti
5 g matarsódi
10 g kanill
3 g salt
150 g Freyju dökkir súkkulaðidropar

Aðferð

  1. Hrærið saman sykurinn og brædda smjörið.
  2. Bætið stöppuðu bönununum og eggjarauðunum út í og ​​blandið vel saman.
  3. Bætið restinni af þurrefnunum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Blandið að lokum súkkulaðibitunum varlega saman við með sleikju.
  4. Hitið ofninn í 180*C og útbúið bökunarplötu með bökunarpappír.
  5. Setjið deigið jafnt á bökunarplötuna og passið að hafa nóg pláss á milli, deigið er mjög blautt og dreifist frekar mikið.
  6. Bakið í um 12 mínútur eða þar til endarnir eru farnir að bakast en miðjan er enn þá mjúk.
  7. Stráið smá sjávarsalti og jafnvel nokkrum súkkulaðidropum yfir þegar þær eru komnar út úr ofninum og njótið!