Súkkulaðikaka drauma þinna

Fullkomin með ísköldu mjólkurglasi

Innihald

Súkkulaðikaka

270 g hveiti

400 g sykur

100 g kakó

10 g lyftiduft

5 g matarsódi

5 g salt

300 g sýrður rjómi

240 ml vatn

120 ml olía

2 stk egg

Krem

400 g smjör við stofuhita

120 g kakó

450 g flórsykur

2 msk uppáhellt kaffi (kælt)

200 g rjómi við stofuhita

100 g Freyju suðusúkkulaði 

Aðferð

  1. Byrjið á að stilla ofninn á 170C og undirbúa þrjú eins kökuform með því að smyrja hliðarnar og setja smjörpappír í botninn á forminu.
  2. Hrærið saman hveiti, kakó, salt, lyftiduft, sykur og matarsóda og setjið til hliðar.
  3. Í annarri skál er sýrðum rjóma, olíu, vatni og eggjum hrært saman.
  4. Blandið nú blautefnunum og þurrefnunum saman og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  5. Skiptið deiginu jafnt milli formanna og bakið í u.þ.b 25-30 mínútur. 
  6. Á meðan kökubotnarnir kólna er kremið búið til. Byrjið á að bræða súkkulaðið og setja til hliðar. 
  7. Þeytið næst smjörið þar til það verður létt og ljóst.
  8. Bætið kakóinu saman við og þeytið áfram í 2-3 mínútur. 
  9. Að lokum er flórsykrinum, súkkulaðinu, rjómanum og kaffinu bætt saman við og þeytt áfram þar til þið eruð komin með létt og silkimjúkt krem.
  10. Smyrjið næst kreminu jafnt á milli allra botnanna og staflið kökunni saman. Að lokum er kakan skreytt fallega – njótið!