4 egg
210 g sykur
200 g smjör
100 g Freyju Suðusúkkulaði
100 g Freyju Súkkulaði með Saltkaramellu & Rískúlum
80 g hveiti
Frönsk súkkulaðikaka
Með Freyju súkkulaði með saltkaramellu og Rískúlum

Innihald
Kaka
Mascarpone súkkulaðikrem
220 g mascarpone
100 g púðursykur
60 g kakó
300 ml kaldur rjómi
Aðferð
Frönsk súkkulaðikaka
- Forhitið ofninn í 180°C blástur.
- Bræðið saman Suðusúkkulaði, Saltkaramellu & Rískúlu súkkulaði og smjör við vægan hita. Leyfið blöndunni að kólna.
- Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
- Blandið hveitinu saman við eggjablönduna og hrærið varlega saman.
- Bætið súkkulaðiblöndunni við og hrærið varlega saman við með sleif.
- Hellið deiginu í pappírsklætt form og bakið í 30 mínútur. Gott er að miða við 23 cm form.
Mascarpone súkkulaðikrem
- Búið til kremið á meðan kakan kólnar. Byrjið á að þeyta saman mascarpone, púðursykur og kakó í u.þ.b 3 mínútur. Bætið næst rjómanum saman við og þeytið áfram þar til þið eruð komin með sömu áferð og á léttþeyttum rjóma, ætti ekki að taka meira en tvær mínútur. Varist að ofþeyta rjómann, betra er að þeyta minna en meira.
- Setjið kremið á kökuna og skreytið fallega.