Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum

Um 15 stykki

Innihald

Vatnsdeigsbollur

150 ml mjólk
150 ml vatn
255 g smjör
5 g sykur
5 g salt
225 hveiti
6-7 egg

Hindberja compote

200 g hindber
25 g sykur
1 stk sítróna
30 g vatn

Lakkrískaramella

200 g sykur
85 g smjör
120 ml rjómi
1 tsk lakkrísduft

Súkkulaðirjómi

100 g Freyju suðusúkkulaði
500 g rjómi

Samsetning

Freyju Sterk Djúpu kurl 

Athugið

Bollan í uppskriftinni er ekki rauð á litinn eins og á myndinni.

Aðferð

  1. Hitið mjólk, vatn, smjör, sykur og salt saman í potti við vægan hita þar til blandan hefur náð suðu og allt smjörið er bráðnað.
  2. Bætið næst hveitinu út í og ristið massann þar til blandan losnar frá hliðum pottsinns og myndar smá filmu á botninum. Þetta tekur yfirleitt um 6-8 mínútur.
  3. Setjið massann í hrærivél og hrærið þar til hitinn er farinn úr deiginu.
  4. Næst er eggjunum bætt saman við einu í einu og hrært vel á milli.
  5. Næst er deiginu sprautað á plötu og bollurnar bakaðar við 170*C í 25-30 mínútur.
  1. Setjið hindber, sykur, safann úr einni sítrónu og vatn saman í pott og hitið upp að suðu.
  2. Leyfið blöndunni að sjóða í nokkrar mínútur þar til blandan fer að þykjast.
  3. Takið af hitanum og sigtið blönduna til að aðskilja fræin.
  4. Setjið í ílát og geymið í allt að 2 vikur.
  1. Hitið sykurinn á vægum hita þar til hann verður gullinbrúnn. Hrærið stanslaust í sykrinum a meðan þið eruð að hita hann.
  2. Bætið næst smjörinu saman við.
  3. Næst fer rjóminn út á og hrært vel og fallega saman. Leyfið karamellunni að sjóða í 2-3 mínútur.
  4. Takið af hellunni og bætið lakkrísduftinu saman við.
  1. Hitið rjómann upp að suðu.
  2. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið saman.
  3. Setjið á kæli og leyfið blöndunni að kólna vel.
  4. Þeytið eins og þeyttan rjóma.
  1. Skerið bollurnar í tvennt.
  2. Setjið lakkrískaramellu í botninn.
  3. Setjið næst hindberja compote á bolluna.
  4. Að lokum er súkkulaðirjómanum sprautað á bolluna og sterku djúpu kurli dreift yfir eftir smekk.
  5. Setjið lokið á bolluna og njótið!