Lakkríssnúðar

Með hættulega góðu lakkrískremi

Innihald

Deig

750 g brauðhveiti
5 g salt
60 g púðursykur
60 g sykur
120 g smjör við stofuhita
1 egg
75 g þurrger
300 g mjólk
5 g kanill

Fylling

100 g sykur
180 ml rjómi
200 g Freyju Suðusúkkulaði
110 g smjör
3 g salt
1 poki Freyju Djúpukurl

Lakkrískrem

1 poki Freyju Lakkrís Bombur
400 ml rjómi
100 g Freyju Súkkulaði með Lakkrís Bombum

Auka

Eggjarauða
Smá mjólk
Freyju Djúpukurl

Aðferð

  1. Byrjið á að búa til deigið. Blandið öllu nema smjörinu saman í skál og hnoðið í 2 mínútur.
  2. Bætið smjörinu saman við og hnoðið hægt í 4 mínútur og svo hratt í 6 mínútur, eða þar til deigið fer að losna frá hliðum skálarinnar og þið getið teygt úr því án þess að það slitni.
  3. Leyfið deiginu að hefast u.þ.b. tvöfaldast í skálinni. Einnig er hægt að setja deigið beint í kæli og leyfa því að hefast yfir nótt.
  4. Búið næst til fyllinguna fyrir deigið. Blandið saman sykri, rjóma og salti í meðalstórum potti yfir vægum hita. Látið blönduna malla og hrærið af og til þar til sykurinn er alveg uppleystur. Hellið blöndunni í skál og bætið Suðusúkkulaði og smjöri saman við og hrærið þar til blandan er orðin silkimjúk.
  5. Fletjið deigið út og smyrjið fyllingunni á deigið. Þegar fyllingin er komin á deigið er Djúpukurli dreift yfir fyllinguna.
  6. Rúllið deiginu upp og skerið í u.þ.b 130 g snúða.
  7. Setjið snúðana á plötu, ýtið aðeins niður á þá og látið hefast í ofni við 30°C þar til þeir hafa tvöfaldast að stærð. Notið vatnsbrúsa til að spreyja snúðana af og til svo þeir þorni ekki.
  8. Takið snúðana út úr ofninum og hækkið hitann í 200°C blástur. Blandið saman mjólk og eggjarauðu, penslið snúðana með þeirri blöndu og bakið í 8-12 mínútur.
  9. Búið næst til lakkrískremið sem fer ofan á snúðana. Byrjið á að hita rjómann í potti við vægan hita, bætið Lakkrís Bombum saman við og hrærið saman þar til Bomburnar hafa blandast alveg saman við rjómann. Bætið þá Lakkrís Bombu Súkkulaðinu saman við og hrærið saman þar til þið eruð komin með silkimjúkt lakkrískrem.
  10. Smyrjið snúðana með lakkrískreminu og dreifið Djúpurkurli yfir snúðana.