Haustlegar pavlovur

Með bláberjum og lakkrís

Innihald

Pavlovur

4 eggjahvítur
230 g sykur
1 tsk hvítvíns edik
6 g kartöflumjöl

Bláberjasósa

120 g bláber
40 ml vatn
170 g hlynsíróp
Safi úr einni sítrónu

Rjómi með sterku Djúpu kurli

250 ml rjómi
1 poki Freyju sterkt Djúpu kurl

Aðferð

Pavlovur

  1. Forhitið ofninn í 130*C blástur.
  2. Byrjið á að léttþeyta eggjahvíturnar á miðlungs hraða, þetta ætti að taka ca 5-10 mínútur.
  3. Þegar þær eru farnar að freyða aðeins er sykrinum bætt varlega saman við, ein matskeið í einu þar til allur sykurinn er komin saman við.
  4. Þeytið áfram í 15-20 mínútur þar til þið eruð komin með hinn fullkomna stífþeytta marengs.
  5. Takið u.þb. teskeið af marengsinum og blandið saman við edikið og kartöflumjölið. Bætið svo þessari blöndu saman við marengsinn og þeytið í ca mínútu til viðbótar á hæðstu hraðastillingunni.
  6. Mótið litlar pavlovur á pappírsklæddri plötu annað hvort með skeið eða sprautupoka.
  7. Bakið pavlovurnar í 20-25 mínútur.

Bláberjasósa

  1. Setjið bláber, sítrónusafa, vatn og síróp saman í pott og leyfið blöndunni að koma upp að suðu.
  2. Þegar blandan er farin að sjóða er hitinn lækkaður og blödnunni leyft að sjóða í u.þ.b. 15 mínútur. Passið að hræra í blöndunni öðru hvoru.
  3. Setjið blönduna í skál og inn í ísskáp svo blandan kólni vel og nái að þykkna.

Rjómi með sterku Djúpu kurli

  1. Léttþeytið rjómann og blandið sterka Djúpu kurlinu varlega saman við með sleif.

Samsetning

  1. Takið nú rjómann og sprautið honum jafnt og fallega á pavlovlurnar. Búið til litla holu í miðjum rjómanum með teskeið til að gera pláss fyrir bláberjasósuna.
  2. Takið bláberjasósuna og setjið varlega yfir rjómann, 1-2 tsk ætti að duga.
  3. Að lokum má skreyta með ferskum bláberjum.