150 g smjör
300 g hveiti
3 g salt
100 g flórsykur
1 egg
1 eggjarauða
Pekanhnetusæla
Ekta haustkaka, frábær með kaffinu
Innihald
Tartskel
Vanillufylling með súkkulaðidropum
375 g mjólk
Fræ úr 1 vanillustöng
90 g sykur
90 g eggjarauður
50 g maizenamjöl
50 g smjör
1 poki Dökkir Freyju Dropar (suðusúkkulaði)
Pekanhnetukaramella
1 poki Freyju Karamellur (200 g)
1 dl rjómi
200 g pekanhnetur
Aðferð
- Byrjið á að útbúa vanillufyllinguna. Setjið allt nema smjörið og Freyju súkkulaðidropana í pott og hrærið stanslaust í fyllingunni með písk þangað til að hún fer að þykkna. Það er mjög mikilvægt að hræra stanslaust svo fyllingin brenni ekki við botninn.
- Takið vanillufyllinguna af hellunni þegar það fer að þykkna og bætið smjörinu saman við. Hrærið saman þar til smjörið er bráðnað og hefur blandast vel saman við kremið.
- Setjið kremið í kæli og leyfið því að kólna.
- Næst er tartið búið til. Setjið allt hráefnið fyrir tartskelina saman í skál og hnoðið þar til allt hefur blandast vel saman og orðið að deigi.
- Setjið deigið inn í kæli í hálftíma svo það sé auðveldara að rúlla því út.
- Stillið ofninn í 190°C blástur.
- Fletjið deigið út og skerið hring út úr deiginu sem er aðeins stærri en formið sem þið ætlið að nota fyrir tartið. Gott er að miða við 23 cm form.
- Setjið deighringinn í bökuformið og þrýstið vel niður í alla kanta. Best er að spreyja formið með matarolíuspreyi ef að deig festist auðveldlega í því.
- Byrjið á að baka tartskelina í 20 mínútur. Takið hana svo úr ofninum og penslið að innan með eggjarauðu. Setjið tartskelina svo aftur inn í ofninn í 10-15 mínútur til viðbótar, eða þar til skelin er gullinbrún.
- Þegar tartskelin hefur kólnað er súkkulaðidropunum bætt saman við vanillufyllinguna og hún sett í tartskelina.
- Setjið bökuna aftur inn í ofn og bakið í 5-10 mínútur.
- Búið næst til pekanhnetukaramelluna. Setjið Freyju karamellur og rjóma í pott og látið malla við vægan hita þar til karamellurnar hafa bráðnað alveg og þið eruð komin með silkimjúka karamellu.
- Saxið pekanhneturnar í hæfilega bita og bætið pekanhnetum saman við karamelluna. Látið karamelluna malla í nokkrar mínútur við lágan hita þar til hún er aðeins farin að þykkna.
- Dreifið karamellunni vel og vandlega yfir tartið og leyfið kökunni að kólna inn í ísskáp áður en hún er borin fram svo vanillufyllingin og karamellan nái að stífna vel.