Sörur

Uppáhalds jólasmákökurnar

Innihald

Sörubotn

240 g eggjahvítur
500 g möndlumjöl
420 g flórsykur

Krem

120 g eggjarauður
320 g mjúkt smjör
150 g síróp
30 g kakó
3 msk uppáhellt kalt instant kaffi
50 g brætt Freyju suðusúkkulaði
1 tsk vanilludropar

Hjúpur

200 g Freyju suðusúkkulaði

Aðferð

  1. Byrjið á að stífþeyta eggjahvíturnar eða þar til þið getið hvolfað skálinni án þess að þær leki úr skálinni.
  2. Sigtið næst möndlumjölið og flórsykurinn.
  3. Blandið þurrefnunum varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar með sleif.
  4. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið hringlaga söru botnum á pappírsklædda bökunarplötu eða notið tvær teskeiðar og formið hringlaga sörur á pappírsklædda plötu.
  5. Bakið við 180C blástur – óhætt er að baka nokkrar plötur í einu í flestum ofnum. Bakið í 8-12 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar.
  6. Á meðan sörurnar fá að kólna er kremið búið til.
  7. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær verða léttar og ljósar.
  8. Hitið sírópið yfir vægum hita þar til það fer að sjóða og hellið sírópinu í mjórri bunu út í eggjarauðurnar á meðan vélin er enn í gangi. Þeytið saman þar til skálin er köld þegar þið snertið hana.
  9. Næst er smjörinu bætt saman við í nokkrum skömmtum og hrært vel á milli.
  10. Næst er kaffinu, vanilludropunum, suðusúkkulaðinu og kakóinu bætt saman við. Þeytið kremið vel og vandlega í nokkrar mínutur þar til þið fáið létt og silkimjúkt krem.
  11. Notið sprautupoka eða teskeiðar til að setja kremið á flötu hliðar Söru botnanna. Smyrjið með flötum hníf og myndið eins konar þríhyrndan topp.
  12. Kælið sörurnar í ískáp eða frysti þar til kremið hefur harnað. Þetta er gert svo að kremið bráðni ekki þegar sörunum er dýpt í heitt súkkulaðið í næsta skrefi.
  13. Næst er Freyju suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði og sörurnar hjúpaðar. Leyfið súkkulaðinu að harna og njótið vel!