Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918. Freyja hefur í gegnum árin lagt mikið uppúr frumleika í allri sinni vöruþróun. Íslendingar fundu upp á því að leggja lakkrís saman við súkkulaði og borða saman. Freyja, sem hefur alltaf haft gaman af því að koma með nýjungar á sælgætismarkaðinn, tók þetta skrefinu lengra og bjó til Draum, sem er sennilega fyrsta súkkulaði stykkið í heiminum þar sem lakkrís var steyptur inn í súkkulaði. Það er erfitt að hugsa til þess að það séu einungis 40 ár síðan þessi himneska blanda kom á markað í einu stykki, en Draumur hefur verið elskaður af Íslendingum síðan 1984. Sterkur Draumur kom síðan á markað árið 2020 og sló vægast sagt í gegn hjá þjóðinni og nú á 40 ára afmæli Draumsins, hefur nýr fylltur lakkrís Draumur litið dagsins ljós. Góður Draumur maður!