Besta súkkulaðikaka allra tíma

Svo silkimjúk að hún bráðnar í munni

Innihald

Súkkulaðikaka

3 stk egg

160 g sykur

180 g smjör

180 g Freyju suðusúkkulaði

60 g hveiti

Mascarpone súkkulaðikrem:

220 g mascarpone

100 g púðursykur

60 g kakó

300 g kaldur rjómi

Smá saltklípa

Aðferð

Súkkulaðikaka

1. Stillið ofninn á 190*C.
2. Bræðið smjörið og hellið því yfir súkkulaðið. Hrærið saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið og blandan er orðin silkimjúk og glansandi.
3. Bætið hveitinu saman við súkkulaðiblönduna og hrærið vel með sleif.
4. Þeytið næst saman sykur og egg í ca 3-5 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
5. Blandið nú súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjablönduna með sleif.
6. Setjið nú deigið í pappírsklætt og smurt form.
7. Bakið kökuna í 18-20 mínútur. Kakan gæti litið út fyrir að vera ekki tilbúin en þannig á hún að vera. Þið vitið að kakan er tilbúin að koma úr ofninum þegar þið sjáið að kantarnir á kökunni eru bakaðir.
8. Leyfið nú kökunni að kólna vel og jafna sig áður en hún er tekin úr forminu.

Mascarpone súkkulaðikrem:

1. Á meðan kakan kólnar er tilvalið að gera kremið tilbúið.
2. Byrjið á að þeyta saman mascarpone, sykur, salt og kakó í u.þ.b 3 mínútur.
3. Bætið næst rjómanum saman og þeytið áfram þar til þið eruð komin með sömu áferð og á léttþeyttum rjóma, ætti ekki að taka meira en tvær mínútur. Varist að ofþeyta ekki rjómann, betra er að þeyta minna en meira.
4. Setjið nú kremið á kökuna, skerið niður í hæfilega bita og njótið!