Ómótstæðilegt döðlugott

Með sterku djúpukurli

Innihald

450 g döðlur, saxaðar

300 g smjör

130 g púðursykur

150 g Rice Krispies

300 g Freyju Suðusúkkulaði

150 g Sterkar Djúpur Lakkrískurl 

Aðferð

1. Bræðið döðlur og smjör saman yfir vægum hita í stórum potti. 

2. Bætið næst púðursykrinum saman við og blandið saman þar til allt er vel brætt.

3. Bætið næst Rice Krispies og Sterkum Djúpum lakkrískurli saman við.

4. Pappírsklæðið eldfast mót og setjið blönduna í mótið. Setjið blönduna í frysti í um klst.

5. Bræðið næst Suðusúkkulaðið og setjið yfir blönduna. Skerið niður í hæfilega bita og njótið.