Hnetuklattar

Fullkomnir í nestið

Innihald

Hnetubotn

130 g hnetusmjör
130 g möndlusmjör
90 g sykurlaust sýróp eða venjulegt hlynsýróp
160 g kókosolía
80 g kókos
100 g hakkaðar heslihnetur

Súkkulaðihjúpur

200-300 g Freyju suðusúkkulaði
30 g kókosolía

Aðferð

  1. Bræðið saman hnetusmjör, sýróp, kókosolíu og möndlusmjör í potti við vægan hita.
  2. Takið pottinn af hellunni og blandið kókos og hökkuðum heslihnetum saman við.
  3. Setjið blönduna í pappírsklætt form og frystið í um 15 mínútur.
  4. Bræðið næst saman Freyju suðusúkkulaði og kókosolíu. Hellið súkkulaðinu varlega yfir hnetu blönduna og dreifið súkkulaðinu vel yfir.
  5. Frystið eða kælið í u.þ.b klst. Takið út og skerið í hæfilega stóra bita og njótið.
  6. Bitana má svo geyma í frysti eða kæli þar til birgðir endast.