Lakkrístoppar sem falla ekki

Með djúpukurli

Innihald

3 stk eggjahvítur

200 g sykur

1 tsk kartöflumjöl 

150 g Freyju Suðusúkkulaði

150 g Djúpur Lakkrískurl 

Aðferð

1. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C og blástur.

2. Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar.

3. Bætið sykrinum svo varlega saman við og stífþeytið blönduna.

4. Blandið suðusúkkulaði og kartöflumjöli saman við Djúpur lakkrískurl og þeytið örlítið.

5. Skiptið deiginu jafnt niður á plötu með teskeiðum og bakið í miðjum ofni í 10-14 mínútur.