Ostakaka

Dúnmjúk bragðbomba með stökkum hrísbotni

Innihald

Botn

200 g Freyju Hrískúlur

300 g kex t.d. Digestive

200 g brætt smjör 

Ostaköku fylling

600 g rjómi

500 g rjómaostur 

120 g flórsykur

100 g Freyju Bombu súkkulaði

30 ml rjómi 

Krem

1 poki Freyju Karamelludýr (110g)

250 g rjómi

100 g Freyju suðusúkkulaði 

Aðferð

  1. Myljið kexið og Hrís kúlurnar í matvinnsluvél eða blandara þangað til þetta er orðið að fínu mjöli.
  2. Bræðið smjörið og blandið því saman við kex- og Hrís mjölið.
  3. Takið smelluform, t.d. 23cm form, og klæðið það með bökunarpappír. Setjið blönduna í formið og þjappið vel niður í botninn.
  4. Bræðið Bombusúkkulaði og 30 ml af rjóma við vægan hita. Takið af hitanum og leyfið blöndunni að kólna. 
  5. Þeytið saman flórsykur og rjómaost. Bætið brædda Bombusúkkulaðinu saman við og þeytið í u.þ.b. mínútu til viðbótar.
  6. Að lokum er rjóminn léttþeyttur og honum blandað varlega saman við rjómaosta blönduna með sleif. 
  7. Setjið ostaköku fyllinguna í formið og setjið kökuna inn í kæli þar til fyllingin hefur stífnað. 
  8. Setjið karamelludýr og rjóma í pott og bræðið við vægan hita. Þegar blandan er komin saman er hún tekin af hitanum. Bætið suðusúkkulaði saman við  blönduna og hrærið vel saman. Hellið kreminu yfir ostakökuna og dreifið vel yfir alla kökuna.
  9. Setjið kökuna aftur inn á kæli og leyfið kreminu að stífna vel áður en kakan er borin fram.
  10. Gott er að láta kökuna standa í nokkrar mínútur áður en hún er borin fram.